Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2009 Matvælaráðuneytið

Nefnd um Landnýtingu - nefndin hefur lokið störfum.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað nefnd til að meta hvort þörf sé á að endurskoða ákvæði laga í þeim tilgangi að tryggja betur en nú er, að land sem nýtanlegt er til matvælaframleiðslu verði ekki tekið til annarra nota með varanlegum hætti.

Síðustu ár hefur risið nokkur umræða í þjóðfélaginu um hvort tíðari skipti á landi bújarða í smærri lendur, dreift eignarhald jarða og breytt landnýting s.s. til frístundanota eða skógræktar kynni að ógna fæðuöryggi þjóðarinnar í framtíðinni og þeim möguleikum sem Íslendingar hafa til að nýta land sitt á hagkvæman og arðberandi hátt til margvíslegrar verðmætasköpunar í landbúnaði. Meðal annars skoraði Búnaðarþing 2008 á ráðherra að skipa starfshóp til að finna leiðir sem tryggja varðveislu góðs ræktarlands til framtíðar. Í áætlun landbúnaðarráðuneytisins um einföldun regluverks og stjórnsýslu frá september 2007 koma fram þau áform að endurskoða ákvæði jarðalaga um lögbýli, um landskipti og um lausn úr landbúnaðarnotum, með það að markmiði að koma á eðlilegu jafnvægi milli löggjafar og framkvæmdar um leið og stjórnsýsla verði gerð einfaldari og gagnsærri.

Með hliðsjón af þessu er nefndinni falið að fara yfir þessa þætti og skila tillögum sínum í formi frumvarps telji hún ástæðu til lagabreytinga.

Nefndina skipa:

  • Þórólfur Halldórsson sýslumaður í Keflavík sem er formaður nefndarinnar, skipaður án tilnefningar.
  • Drífa Hjartardóttir bóndi, Keldum, Rangárþingi vestra, skipuð án tilnefningar.
  • Eiríkur Blöndal frkvstj. B.Í., tilnefndur af Bændasamtökum Íslands.
  • Jón Geir Pétursson sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu, tilnefndur af umhverfisráðherra.
  • Ólafur Eggertsson oddviti, Þorvaldseyri, Rangárþingi eystra, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Varamenn þeirra, í sömu röð, eru:

  • Arnór Snæbjörnsson deildarstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, sem jafnframt starfar með nefndinni.
  • Björn Friðrik Brynjólfsson aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
  • Sigurbjartur Pálsson bóndi og stjórnarmaður B.Í., Skarði, Rangárþingi vestra.
  • Danfríður Skarpðhéðinsdóttir sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu.
  • Margrét Sigurðardóttir oddviti Flóahrepps, Úlfljótsvatni, 801 Selfoss.

 

Nefndin skilaði af sér 17. febrúar 2010 og má sjá skýrslu nefndarinnar hér.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta