Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2009 Matvælaráðuneytið

Úthlutun aflaheimilda fyrir árið 2009 úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks.

Auglýsing

Úthlutun aflaheimilda fyrir árið 2009 úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks

Ísland hefur verið aðili að Atlantshafs túnfiskveiðiráðinu (ICCAT) frá árinu 2002. Samkvæmt stjórnunarráðstöfunum ráðsins sem Ísland hefur samþykkt, koma í hlut Íslands aflaheimildir fyrir árið 2009 sem nema 49,72 tonnum af bláuggatúnfiski. Um er að ræða veiðiheimildir samkvæmt samþykkt ICCAT úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks (e. bluefin tuna in the East-Atlantic and the Mediterranean).

 

Útgerðir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum veiðum skulu sækja um veiðiheimildir til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fyrir 31. janúar 2009.

 

Í umsókninni skal koma fram áætlun um veiðarnar, m.a. veiðiskip, veiðitímabil, veiðisvæði, veiðiaðferð, löndunarhöfn og nýting afurða. Ráðuneytið áskilur sér rétt til að hafna umsóknum sé ljóst að viðkomandi skip hafi ekki búnað til veiðanna eða að það sé fyrirséð að það muni af öðrum ástæðum ekki stunda þær.

 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

8. janúar 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta