Afhending trúnaðarbréfs hjá Sameinuðu þjóðunum
Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra, afhenti í dag Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) í New York. Hann ræddi við aðalframkvæmdastjórann að athöfninni lokinni; vottaði honum samúð vegna nýlegs dauðsfalls starfsmanns SÞ á Gaza-svæðinu og fullvissaði aðalframkvæmdastjórann um óskiptan stuðning Íslands við störf hans og stofnunarinnar. Þeir ræddu um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og störf Íslands að sjálfbærri þróun og umhverfismálum.