Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Rit um sameiningu ríkisstofnana

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 8. janúar 2009 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Fjármálaráðuneytið hefur nýlega gefið út rit um vinnuferlið við að sameina ríkisstofnanir og koma á þeim fjölmörgu breytingum sem tengjast því.

Í ritinu er fjallað um athuganir, skipulag, markmiðasetningu og áætlanir sem þarf að undirbúa áður en ákveðið er að ráðast í sameiningu, samráð og annan undirbúning fyrir ákvörðun í málinu og framkvæmd sameiningar á grundvelli vandaðrar samrunaáætlunar þar sem starfsmenn eru virkjaðir til þátttöku í breytingum. Ferlinu lýkur síðan með úttektum til að meta árangur og draga lærdóm.

Settar eru fram hugmyndir um skipulag þessarar vinnu, þátttakendur og vinnulag. Ítarleg umfjöllun er um þátt fjármála og starfsmannamála auk þess sem fjallað er um mörg önnur atriði sem lúta að uppbyggingu stofnunarinnar eftir sameiningu.

Ritinu er ætlað að auðvelda vinnu við sameiningu stofnana svo og við tilflutning verkefna og aðrar umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem ákveðið kann að vera að ráðast í.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta