Framsal krafna Seðlabankans á fjármálafyrirtæki til ríkissjóðs
Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 1/2009
Á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2008 sem samþykkt var á Alþingi 22. desember sl. var í dag gert samkomulag um að Seðlabanki Íslands framselji ríkissjóði kröfur á fjármálafyrirtæki að fjárhæð 345 milljarðar króna. Gegn yfirtöku krafnanna greiðir ríkissjóður 270 milljarða króna með verðtryggðu skuldabréfi til 5 ára, með 2,5 prósent ársvöxtum.
Reykjavík 12. janúar 2009