Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi
Fimmtudaginn 15. janúar verður haldinn kynningarfundur um tækifæri sem felast í Evrópusamstarfi á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs. Kynningin verður haldin á Háskólatorgi Háskóla Íslands og stendur frá klukkan 15.00 til 18.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa að kynningunni og er þetta kjörið tækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök til að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs.
Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur umsjón með tveimur áætlunum á vegum Evrópusambandsins þar sem hægt er að sækja um styrki, annars vegar Daphne III sem er áætlun gegn ofbeldi á konum og börnum og hins vegar Progress, jafnréttis- og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins.
Upplýsingar um allar áætlanir sem kynntar verða á fundinum eru birtar á heimasíðunni http://evropusamvinna.is/