Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2009 Dómsmálaráðuneytið

Ráðherra heimsækir embætti á Austurlandi

Heimsókn til sýslumanns á Eskifirði.
Fundað á Eskifirði.

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra heimsótti sýslumannsembættin á Eskifirði og Seyðisfirði miðvikudaginn 14. janúar. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja embættin og kynnast þeim málum er hæst ber á Austurlandi. Auk þess voru ræddar fyrirhugaðar breytingar á lögreglulögum, staða sýslumannsembætta og þær breytingar er orðið hafa á tollamálum, svo að eitthvað sé nefnt. Með í för voru þau Þórir Hrafnsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu.

Á lögreglustöðinni á Egilsstöðum fundaði ráðherra með þeim Lárusi Bjarnasyni, sýslumanni á Seyðisfirði, Óskari Bjartmarz yfirlögregluþjóni og samstarfsfólki þeirra. Þá skoðaði Björn aðstöðu Héraðsdóms Austurlands og ræddi við Halldór Björnsson héraðsdómara.

Að því búnu var ekið yfir til Eskifjarðar og fundað í nýuppgerðu húsnæði sýslumannsembættisins en þar er lögreglustöðin einnig til húsa. Inger L. Jónsdóttir sýslumaður, Jónas Vilhelmsson yfirlögregluþjónn og samstarfsfólk þeirra kynntu starfsemina og buðu í sólarkaffi.

Frá Eskifirði var ekið að nýrri öryggismiðstöð sem reist hefur við hliðina á álveri Alcoa og hýsir slökkvilið, sjúkrabifreiðar og neyðarlínuna. Helga Jónsdóttir, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, og Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri, kynntu starfsemina.


Nýja björgunarmiðstöðin á Reyðarfirði heimsótt.

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýja björgunarmiðstöðin á Reyðarfirði. Inger L. Jónsdóttir, Björn Bjarnason, Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Guðmundur Helgi Sigfússon slökkviliðsstjóri, Þorbergur Hauksson, varaslökkviliðsstjóri, Steinn Jónasson, eldvarnareftirlitsmaður, Guðni Hafsteinn Larsen, slökkviliðsmaður, Sölvi Kristinn Jónsson, slökkviliðsmaður, Þórunn J. Hafstein, Jónas Vilhelmsson og Elvar Óskarsson.

Héraðsdómur Austurlands heimsóttur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Héraðsdómur Austurlands heimsóttur. F.v. Hildur Briem, aðstoðarmaður dómara, Óskar Bjartmarz yfirlögregluþjónn, Björn Bjarnason, Halldór Björnsson héraðsdómari, Lárus Bjarnason sýslumaður, Birna K. Einarsdóttir lögfræðingur, Þórunn J. Hafstein og Rannveig Árnadóttir dómritari.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta