Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2009 Matvælaráðuneytið

Nr. 2/2009 - Breytt aflamark í þorski

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerð þar sem hámarksafli í þorski er aukinn um 30 þúsund tonn. Heildaraflamark verður því 160 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári, í stað 130 þúsund tonna sem áður hafði verið ákveðið. Með þessari ákvörðun er stefnt að nokkru hægari uppbyggingu viðmiðunarstofns og hrygningarstofns en áður hafði verið áformað.

Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þeirra efnahagserfiðleika sem þjóðarbúið á við að etja og með hliðsjón af jákvæðari vísbendingum um stöðu þorskstofnsins sem fram komu í stofnmælingu botnfiska sl. haust. Í þeirri mælingu kom fram að heildarvísitala þorsks væri mun hærri en undanfarin ár.

 

Jafnframt er gert ráð fyrir að á næsta fiskveiðiári verði heildaraflamark í þorski eigi lægra en 160 þúsund tonn.

 

Þótt uppbygging viðmiðunar- og hrygningarstofn þorsks verði hægari en fyrirhugað var, er þessi ákvörðun í samræmi við yfirlýst markmið um sjálfbærar veiðar á þorski sem og öðrum nytjastofnum hér við land.

 

Reglugerðina má sjá hér.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta