Styrkur til náms í japönsku í Japan
Styrkur á vegum MEXT (japanska menntamálaráðuneytisins)
til náms í japönskum fræðum
Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk til ungs fólks í japönskunámi sem hyggur á háskólanám í japönsku eða japönskum fræðum við háskóla í Japan. Styrkurinn er veittur í allt að eitt ár, frá og með október 2009. Menntamálaráðuneytið í Japan (MEXT) greiðir fyrir flugfargjöld fram og til baka, skólagjöld og styrkþegi fær mánaðarlega greidda upphæð sem nemur um 134.000 yenum, en er þó háð einhverjum breytingum.
Styrkur þessi stendur þeim til boða sem fæddir eru eftir 2. apríl 1979 og fyrir 1. apríl 1991. Hann er ætlaður þeim sem leggja þegar stund á japönsku eða japönsk fræði á háskólastigi utan Japans og munu halda áfram slíku námi þegar þeir snúa heim á ný. Styrkina hljóta nemendur sem hafa góða þekkingu á japönsku og hefur gengið vel í námi.
Umsóknareyðublöð má nálgast á eftirfarandi vefsíðu:
http://www.studyjapan.go.jp/en (á ensku)
- Útfylltum umsóknum þarf að skila til Sendiráðs Japans á Íslandi eigi síðar en 20. febrúar 2009. Þeir sem koma til greina munu gangast undir skriflegt próf í japönsku og mæta í viðtal í sendiráðinu í mars 2009.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá:
- Sendiráði Japans á Íslandi
Laugarvegi 182
105 Reykjavík
Sími:510-8600
Fax: 510-8605