Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Íslenskt mál og íslensk málstefna Málþing 20. janúar 2009

Rannsóknarstofa í íslenskum fræðum og íslenskukennslu boðar til fyrsta málþings af þremur á vormisseri. Yfirskrift málþingsins er ,,Íslenskt mál og íslensk málstefna"

Íslenska til alls
islenska_til_alls

Rannsóknarstofa í íslenskum fræðum og íslenskukennslu boðar til fyrsta málþings af þremur á vormisseri. Yfirskrift málþingsins er „Íslenskt mál og íslensk málstefna".

Málþingið fer fram þriðjudaginn 20. janúar kl. 15-16:30 í Skriðu í Stakkahlíð, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Með hliðsjón af nýútkomnum tillögum Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu og nýlegrar umræðu á Alþingi er afar brýnt að fjalla um stöðu móðurmálsins í stærsta vígi kennaramenntunar á Íslandi. Á þessu fyrsta málþingi af þremur gefst kærkomið tækifæri til að ígrunda mikilvæg atriði sem tengjast móðurmáli og kennslustefnu.

Dagskrá:

  1. Setning: Ingibjörg B. Frímannsdóttir lektor og stjórnarmaður í rannsóknarstofu í íslenskum fræðum og íslenskukennslu.
  2. Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands: Málstefna Háskóla Íslands.
  3. Guðrún Kvaran formaður Íslenskrar málnefndar: Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu.
  4. Sigurður Konráðsson prófessor: Er þörf á sérstakri málstefnu á Menntavísindasviði?
  5. Umræður.

Málþingið er öllum opið og á erindi við alla þá sem láta sig íslenska tungu varða.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta