Nýir fulltrúar Íslands í stjórn Norræna fjárfestingarbankans
Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 3/2009
Fjármálaráðherra hefur skipað Þorstein Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, sem stjórnarmann Íslands í stjórn Norræna fjárfestingarbankans. Meðal fyrri starfa Þorsteins var starf hjá Norræna fjárfestingarbankanum um 10 ára skeið. Þá hefur fjármálaráðherra skipað Sigurð Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, sem varamann í stjórn bankans.
Norræni fjárfestingarabankinn er í eigu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Höfuðstöðvar bankans eru í Helsinki.
Fjármálaráðuneytinu, 22. janúar 2009