Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nýir fulltrúar Íslands í stjórn Norræna fjárfestingarbankans

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 3/2009

Fjármálaráðherra hefur skipað Þorstein Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, sem stjórnarmann Íslands í stjórn Norræna fjárfestingarbankans. Meðal fyrri starfa Þorsteins var starf hjá Norræna fjárfestingarbankanum um 10 ára skeið. Þá hefur fjármálaráðherra skipað Sigurð Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, sem varamann í stjórn bankans.

Norræni fjárfestingarabankinn er í eigu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Höfuðstöðvar bankans eru í Helsinki.

Fjármálaráðuneytinu, 22. janúar 2009

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta