Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2009 Innviðaráðuneytið

Reglugerðardrög vegna flugleiðsöguþjónustu til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá samgönguráðuneytinu drög að breytingum á reglugerðum um starfsleyfi og eftirlit með flugleiðsöguþjónustu. Þess er óskað að hagsmunaaðilar sem vilja veita umsögn sína geri það í síðasta lagi fyrir 15. febrúar næstkomandi.

Reglugerðardrögin eru annars vegar um eftirlit með flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar og hins vegar reglugerðardrög um breytingu á reglugerð um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu nr. 631/2008 með síðari breytingum.

Um er að ræða innleiðingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1315/2007 frá 8. nóvember 2007 um öryggiseftirlit með rekstrarstjórnun flugumferðar og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2096/2005, sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 71/2008.

Þeir sem óska þess að veita umsögn eru beðnir að gera það fyrir 15. febrúar næstkomandi á netfangið [email protected].





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta