Umsóknir um stöðu forstjóra nýrrar stofnunar
Tuttugu og fimm umsóknir bárust um starf forstjóra nýrrar Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Lög um stofnunina voru samþykkt á Alþingi í desember síðastliðnum. Nýja stofnunin tók til starfa samkvæmt lögunum 1. janúar og leysti meðal annars af hólmi Sjónstöð Íslands sem nú hefur verið lögð niður. Við breytinguna færðist ábyrgð á málefnum blindra, sjónskertra og daufblindra frá heilbrigðisráðuneytinu til félags- og tryggingamálaráðuneytisins.
Félags- og tryggingamálaráðherra skipar stofnuninni forstjóra til fimm ára í senn samkvæmt lögum. Auglýst var eftir forstjóra nýrrar stofnunar 4. janúar og rann umsóknarfrestur út 19. janúar. Ráðgjafarfyrirtækið Capacent mun aðstoða félags- og tryggingamálaráðuneytið við að meta umsóknir sem bárust. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin.
Eftirtaldir sóttu um starf forstjóra:
- Arnar Pálsson
- Arnþór Helgason
- Atli Steinn Guðmundsson
- Bergur Þ. Steingrímsson
- Björn Vernharðsson
- Erna Guðmundsdóttir
- Gunnar Karl Nielsson
- Gylfi Skarphéðinsson
- Haukur Arnþórsson
- Hrefna K. Óskarsdóttir
- Hrönn Pétursdóttir
- Huld Magnúsdóttir
- Játvarður Jökull Ingvarsson
- Jenný Þ. Magnúsdóttir
- Jóhannes Guðni Jónsson
- Jón Sævar Jónsson
- Júlíana H. Aspelund
- Olga Möller
- Ómar Þór Eyjólfsson
- Ronald Guðnason
- Sara Magnúsdóttir
- Sólrún Halldórsdóttir
- Sólrún Hjaltested
- Svavar Guðmundsson
- Tamara Lísa Roesel