Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2009 Forsætisráðuneytið

Bréf forsætisráðherra til bankastjórnar Seðlabankans

Forsætisráðherra hefur í dag sent bankastjórn Seðlabanka Íslands svohljóðandi bréf.

 

Bankastjórn Seðlabanka Íslands
Reykjavík

 

Nú þegar ég hverf úr embætti forsætisráðherra vil ég nota tækifærið og færa bankastjórn Seðlabanka Íslands bestu þakkir fyrir náið og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef setið í ríkisstjórn.  Ég vil jafnframt þakka bankastjórninni og öllum starfsmönnum  bankans fyrir vel unnin störf undanfarna mánuði við gríðarlega erfiðar og óvenjulegar aðstæður.

Óska ég Seðlabanka Íslands, bankastjórn og öðru starfsliði, allra heilla á komandi árum.
 

Geir H. Haarde



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta