Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2009 Innviðaráðuneytið

Nýtt skipurit samgönguráðuneytis í gildi

Nýtt skipurit samgönguráðuneytis tekur gildi 1. febrúar. Skrifstofum ráðuneytisins er fækkað, málefni flutt milli skrifstofa og verkaskipting þeirra gerð skýrari.

Kristján L. Möller samgönguráðherra skrifaði undir hið nýja skipulag í byrjun desember. Skipuritið er lokahnykkur í stefnumótunar- og skipulagsvinnu sem fram hefur farið í ráðuneytinu á síðasta ári.

Nöfn fjögurra skrifstofa samgönguráðuneytisins og verkefni þeirra eru eftirfarandi:

  • Rekstur og stjórnsýsla. Sér um almennan rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins, fjárlagagerð, árangursstjórnun, lögfræði og stjórnsýslu.
  • Samskipti. Innviðir fjarskipta, fjarskiptaáætlun, öryggismál, upplýsingasamfélagið, póstmál og fjarskiptasjóður.
  • Samgöngur. Innviðir samgangna, samgönguáætlun, flutningar, öryggi, slysarannsóknir, almenningssamgöngur.
  • Sveitastjórnarmál. Undir hana fellur einnig Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem er sjálfstæð eining undir stjórn forstöðumanns. Helstu verkefni eru varðandi tekjustofna, kosningar, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og sameiningu sveitarfélaga.

Þrjár skrifstofur ráðuneytisins eru lagðar niður og verkefnin felld undir tvær nýjar skrifstofur. Embætti skrifstofustjóra hinna nýju skrifstofa, skrifstofu samskipta og skrifstofu samgangna, eru nú auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 16. febrúar.

Verkefni skrifstofu yfirstjórnar verða felld undir aðrar skrifstofur ráðuneytisins. Halldór S. Kristjánsson, skrifstofustjóri hennar og staðgengill ráðuneytisstjóra, lét af störfum um áramótin eftir samfellt 41 árs starf í Stjórnarráðinu.

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta