Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2009 Innviðaráðuneytið

Skýrsla um málefni fatlaðra afhent samgönguráðherra

Starfshópur sem Kristján L. Möller samgönguráðherra skipaði til að fara yfir málaflokka samgönguráðuneytisins með hliðsjón af aðgengismálum fatlaðra skilaði skýrslu sinni í gær. Formaður hópsins var Helgi Hjörvar alþingismaður.
Skýrsla um réttindi fatlaðara afhent samgönguráðherra.
Skýrsla um réttindi fatlaðara afhent samgönguráðherra.

Niðurstöður og tillögur hópsins beinast að ýmsum verkefnum sem heyra undir félagsmálaráðuneytið, umhverfisráðuneytið og samgönguráðuneytið. Hópurinn beinir því sérstaklega til samgönguráðuneytisins og stofnana þess að tryggja að aðgengismálum sé sinnt þannig að sómi sé af.

Auk Helga Hjörvars alþingismanns, sem skipaður var í starfshópinn án tilnefningar, voru í hópnum þau Erna Bára Hreinsdóttir, tilnefnd af Vegagerðinni og Jón Heiðar Jónsson, tilnefndur af Öryrkjabandalagi Íslands. Starfsmaður hópsins var Rúnar Guðjónsson, viðskiptafræðingur, í samgönguráðuneyti.

Starfshópurinn hélt 3 fundi, þann fyrsta í apríl í fyrra. Auk þess hefur hópurinn hitt ýmsa sem tengjast málaflokknum og leitað fanga úr innlendu og erlendu efni. Skýrslan var unnin í góðu samkomulagi við samtök fatlaðra á Íslandi; Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp.

Eftir því sem vinnu hópsins vatt fram ákvað hann að rétt væri að taka tillit til fleiri sjónarmiða. Í norrænni samvinnu á vettvangi Nordiska Handikappspolitiska Radet er nú unnið að því að skapa yfirlit yfir aðgengismál á Norðurlöndum. Meðal annars verða settir fram mælikvarðar sem lýsa eiga aðstæðum. Hópurinn fjallar um þetta starf í skýrslunni.



Skýrsla um réttindi fatlaðara afhent samgönguráðherra.      
Skýrsla starfshópsins kynnt ráðherra. Frá vinstri: Róbert Marshall, aðstoðarmaður ráðherra, Kristján L. Möller samgönguráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Helgi Hjörvar, alþingismaður og formaður starfshópsins, og Rúnar Guðjónsson, sérfræðingur í samgönguráðuneytinu.      

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta