Fyrsta ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur
Fyrsta ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur tók til starfa í dag, 1. febrúar 2009.
Ríkisráðsfundur 1. febrúar 2009. Talið frá vinstri: Gylfi Magnússon, Kolbrún Halldórsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur J. Sigfússon, Kristján L. Möller, Ögmundur Jónasson, Katrín Jakobsdóttir, Ragna Árnadóttir, Bolli Þór Bollason ríkisráðsritari.
Jóhanna Sigurðardóttir fer með forsætisráðuneytið.
Steingrímur J. Sigfússon fer með fjármálaráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.
Össur Skarphéðinsson fer með utanríkisráðuneytið og iðnaðarráðuneytið.
Kristján L. Möller fer með samgönguráðuneytið.
Ásta R. Jóhannesdóttir fer með félags- og tryggingamálaráðuneytið.
Ögmundur Jónasson fer með heilbrigðisráðuneytið.
Kolbrún Halldórsdóttir fer með umhverfisráðuneytið.
Katrín Jakobsdóttir fer með menntamálaráðuneytið.
Gylfi Magnússon fer með viðskiptaráðuneytið.
Ragna Árnadóttir fer með dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
Á myndinni má sjá Jóhönnu Sigurðardóttur taka við lyklum að forsætisráðuneytinu úr höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur staðgengils forsætisráðherra.