Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýr félags- og tryggingamálaráðherra

Ásta Ragnheiður tekur við lyklavöldum af JóhönnuNýr félags- og tryggingamálaráðherra, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, tók við embættinu í dag af Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Jóhanna var félags- og tryggingamálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn, frá 24. maí 2007, en gegndi einnig starfi félagsmálaráðherra á árunum 1987–1994.

Ásta Ragnheiður er fædd 16. október 1949. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 1995 og átt sæti í heilbrigðis- og trygginganefnd þingsins, samgöngunefnd, iðnaðarnefnd, félagsmálanefnd, félags- og tryggingamálanefnd, umhverfisnefnd, kjörbréfanefnd og utanríkismálanefnd. Ásta hefur einnig setið í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins, Íslandsdeild ÖSE-þingsins, Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Íslandsdeild NATO-þingsins. Áður en Ásta Ragnheiður tók sæti á Alþingi var hún deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins.

Tenging frá vef ráðuneytisinsNánar um Ástu Ragnheiði á vef Alþingis



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta