Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2009 Dómsmálaráðuneytið

Ragna Árnadóttir nýr dóms- og kirkjumálaráðherra

Ragna Árnadóttir og Björn Bjarnason
Ragna Árnadóttir nýr dóms- og kirkjumálaráðherra með Birni Bjarnasyni, sem gegnt hefur starfi dóms- og kirkjumálaráðherra frá 23. maí 2003.

Ragna Árnadóttir lögfræðingur tók við embætti dóms- og kirkjumálaráðherra í dag, 1. febrúar 2009, af Birni Bjarnasyni sem gegnt hefur embætti dóms- og kirkjumálaráðherra frá 23. maí 2003.

Ragna er fædd 30. ágúst 1966 í Reykjavík. Hún hefur gegnt embætti skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu frá 15. janúar síðastliðnum en verið skrifstofustjóri lagaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins frá 15. apríl 2002.

Ragna lauk Cand. Jur.-prófi frá Háskóla Íslands árið 1991 og LL.M.-gráðu frá Lunds Universitet árið 2000.

Sjá æviágrip nýs dóms- og kirkjumálaráðherra hér.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum