Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2009 Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoðar ákvörðun um hrefnu- og langreyðarveiðar á árunum 2009-2013

Í gær sendi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út aðvörun til þeirra aðila sem hafa leyfi til hvalveiða. Þar kom fram að ákveðið hefði verið í framhaldi af ríkisstjórnarfundi í gær að endurmeta þá ákvörðun fyrrverandi ráðherra að heimila veiðar á hrefnu og langreyði á árunum 2009-2013, sbr. viðauka við reglugerð 163/1973 um hvalveiðar, með síðari breytingum. Með bréfi þessu var aðilum gert viðvart um að ákvörðuninni kynni að verða breytt, gildistöku frestað eða hún dregin til baka, þannig að óráðlegt væri að svo stöddu að undirbúa veiðar á grundvelli hennar. Þá kom fram að aðilum yrði kynnt endanleg ákvörðun svo fljótt sem unnt væri.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 4. febrúar 2009.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta