Störf nefndar um þróun Evrópumála
Í samræmi við verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar mun nefnd um þróun Evrópumála á næstu dögum óska eftir upplýsingum um sértæka hagsmuni fjölda umsagnaraðila hvað varðar hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í því skyni hefur hjálagt bréf verið sent til samtaka, stofnana og fyrirtækja og óskað eftir svörum fyrir 20. febrúar nk. Gert er ráð fyrir að nefndin skili skýrslu til ríkisstjórnarinnar fyrir 15. apríl nk.
Bent er á heimasíðu nefndarinnar forsætisráðuneyti.is/evrópunefnd en þeir sem ekki fá ofangreint bréf og vilja leggja af mörkum til upplýsingaöflunarinnar geta haft samband við starfsmann nefndarinnar með tölvupósti á [email protected].
Reykjavík 4. febrúar 2009