Ráðherra ræður sér aðstoðarmann
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur ráðið Írisi Lind Sæmundsdóttur aðstoðarmann sinn. Íris Lind hefur undanfarið starfað sem sérfræðingur hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins en fær tímabundið leyfi til að gegna starfi aðstoðarmanns.
Íris Lind er fædd 10. september 1976. Hún lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og hefur starfað í utanríkisráðuneytinu í rúmt ár. Hún var ritari borgarstjóra 2002–2003 og starfaði einnig hjá Reykjavíkurborg samhliða námi, fyrst á skrifstofu borgarstjóra og síðar á skrifstofu borgarlögmanns.
Íris Lind er í sambúð með Vilhjálmi Þór Vilhjálmssyni.