Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Söguleg tímamót í jafnréttismálum

Jafnréttisráð segir söguleg tímamót hafa orðið í íslensku samfélagi á vettvangi stjórnmála þar sem kona sé í fyrsta sinn í forystu fyrir ríkisstjórn Íslands og hlutur kynja jafn meðal ráðherra í fyrsta sinn. „Þess vegna mun ártalið 2009 verða skráð í sögubækur sem tímamótaáfangi í þróun jafnréttisbaráttunnar á Íslandi.“ Þetta kemur fram í ályktun frá fundi Jafnréttisráðs 5. febrúar síðastliðinn.

Í ályktuninni segir að Jafnréttisáð treysti því að ný ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur marki enn frekari spor í þágu baráttunnar fyrir jafnrétti kynja og fyrirheit um það séu gefin í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þar komi fram að jafnrétti kynja verði ríkisstjórninni leiðarljós við endurreisn íslensks efnahagslífs og uppbyggingar faglegra stjórnarhátta auk þess sem kveðið sé á um að stjórnvöld muni standa vaktina og fylgjast grannt með áhrifum efnahagsástandsins á stöðu kynjanna.

Skjal fyrir Acrobat ReaderÁlyktun Jafnréttisráðs 5. febrúar 2009 (PDF, 84KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta