Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2009 Dómsmálaráðuneytið

Embætti sérstaks saksóknara hefur tekið til starfa

Embætti sérstaks saksóknara hefur tekið til starfa undir forystu Ólafs Þórs Haukssonar. Hann mun veita forstöðu rannsóknar- og saksóknaraembætti skv. lögum nr. 135/2008 sem tóku gildi 12. desember síðastliðinn.
Vefur sérstaks saksóknara.
Vefur sérstaks saksóknara á slóðinni www.serstakursaksoknari.is.

Embætti sérstaks saksóknara hefur tekið til starfa undir forystu Ólafs Þórs Haukssonar. Hann mun veita forstöðu rannsóknar- og saksóknaraembætti skv. lögum nr. 135/2008 sem tóku gildi 12. desember síðastliðinn. Saksóknarinn mun rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda, tengslum við og kjölfar bankahrunsins, hvort sem það tengist starfsemi fjármálafyrirtækja, annarra lögaðila eða einstaklinga, og eftir atvikum fylgja rannsókn eftir með saksókn.

Rannsóknar- og ákæruheimildir embættisins taka meðal annars til efnahags-, auðgunar- og skattabrota, þar með talið brota sem rannsökuð hafa verið af skattrannsóknarstjóra ríkisins, Samkeppniseftirlitinu og Fjármálaeftirlitinu og sem þessar stofnanir hafa kært til lögreglu.

Gert er ráð fyrir að hjá embættinu starfi 4-5 manns, en þegar hafa eftirtaldir verið ráðnir: Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, lögfræðingur yfirstjórnar, og Sveinn Ingiberg Magnússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Sigurður Tómas Magnússon verður lögfræðilegur ráðgjafi embættisins.

Sjá nánar á vef embættisins, www.serstakursaksoknari.is.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta