Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2009 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Umsagnir um stofnun CSIRT/CERT teymis á Íslandi gegn öryggisatvikum í fjarskipta- og upplýsinganetum

Í framhaldi af kynningarfundi og birtingu skýrslu og umræðuskjals á vef samgönguráðuneytisins um aðgerðir til að auka netöryggi á Íslandi er nú birt samantekt á umsögnum sem borist hafa um málið..

Skýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar ,,Stofnun forystu CSIRT/CERT teymis á Íslandi gegn öryggisatvikum í fjarskipta- og upplýsinganetum” ásamt umræðuskjali var birt á vef ráðuneytisins 12. desember 2008. Í umræðuskjalinu var óskað eftir umsögnum auk þess að settar voru fram spurningar í tengslum við efni skýrslunnar.

Í framhaldi af birtingu skýrslunnar var haldinn kynningarfundur 17. desember 2008 á vegum ráðuneytisins um CSIRT/CERT málefni í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Meðal fyrirlesara var Marco Thorbruegge, fulltrúi Net- og upplýsingastofnunar Evrópu, ENISA, sem lýsti meðal annars aðkomu stofnunarinnar að aðstoð við uppbyggingu öryggisteyma í Evrópu og reynslunni af alþjóðlegri samvinnu slíkra teyma.

Send var ósk um umsögn til fjölmargra aðila. Eftirtaldir aðilar sendu inn umsagnir:

  • Landsnet - Guðlaugur Sigurgeirsson - deildarstjóri upplýsingatæknideildar.
  • Maríus Ólafsson – netstjóri hjá Háskóla Íslands m.m.
  • Neyðarlínan ohf. – Dagný Halldórsdóttir - aðstoðarframkvæmdastjóri.
  • Reiknistofa bankanna - Bjarni Ómar Jónsson - framkvæmdastjóri tæknisviðs.
  • Síminn hf. - Laufey Erla Jóhannesdóttir - öryggisstjóri.
  • Stiki ehf - Svana Helen Björnsdóttir - framkvæmdastjóri.
  • Skýrslutæknifélag Íslands - Svavar Ingi Hermannsson - formaður faghóps um öryggismál.
  • Varnarmálastofnun Íslands – Guðmundur Ingólfsson - lögfræðingur.
  • Vodafone – Þóra Kristín Sigurðardóttir - deildarstjóri rekstrar- og upplýsingaöryggis.
  • Örn Þráinsson – öryggisstjóri Valitor.

Umsagnir ofannefndra aðila hafa verið teknar saman í meðfylgjandi samantekt. Ekki er greint sérstaklega frá hverjum einstök umsögn kemur. Texti samantektarinnar er að mestu leyti tekinn beint úr umsögnum en á einstaka stað hefur textinn verið lagfærður lítillega og beinar tilvitnanir í einstök fyrirtæki eða einstaklinga fjarlægðar.

Samgönguráðuneytið þakkar fyrir þær gagnlegu ábendingar og athugasemdir sem komið hafa fram hjá umsagnaraðilum og á kynningarfundinum sem haldinn var í desember sl. Þær munu nýtast vel í stefnumótunarvinnu ráðuneytisins varðandi net- og upplýsingaöryggismál.

Í framhaldi af stefnumótunarvinnu ráðuneytisins munu drög að stefnumótunarskjali um net- og upplýsingaöryggismál verða birt á heimasíðu ráðuneytisins til umsagnar.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta