Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2009 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra tekur vel í tillögur Stoltenberg-skýrslunnar

Össur Skarphéðinsson og Thorvald Stoltenberg
Ossur_Skarphedinsson_og_Thorvald_Stoltenberg

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag, fyrir hönd norrænna starfsbræðra sinna, við skýrslu Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, um norrænt samstarf í utanríkis- og öryggismálum. Skýrslan var kynnt á fundi fundi norrænu utanríkisráðherrana sem haldinn var í Ósló í dag.

Í skýrslunni er horft til næstu 10-15 ára og gerðar tillögur um nánara samstarf Norðurlandanna, m.a. varðandi friðaruppbyggingu og friðarumleitanir, loftrýmis- og landhelgisgæslu, öryggismál á Norðurslóðum, tölvuöryggi, samnýtingu og samvinnu í rekstri sendiráða og samvinnu á sviði varnarmála.

Á meðal tillagnanna eru hugmyndir um aukið öryggissamstarf Norðurlanda á Norðurslóðum og um sameiginlega loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Össur taldi hugmyndina athyglisverða og sagði hana verða tekna til frekari umræðu á Íslandi.

Almennt tóku ráðherrarnir undir tillögur Stoltenbergs sem verða útfærðar nánar og ræddar á næsta fundi ráðherranna, sem haldinn verður á Íslandi í vor.

Norrænu utanríkisráðherrarnir fólu Stoltenberg í júní á síðasta ári að vinna óháða skýrslu um norræna samvinnu í utanríkis- og öryggismálum næstu 10-15 árin. Norrænir sérfræðingar lögðu honum til efni, af Íslands hálfu þau Guðmundur Alfreðsson og Kristrún Heimisdóttir.

Skýrsluna má finna hér.

Hægt er að horfa á blaðamannafund utanríkisráðherranna hér:



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta