Vegna ummæla formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands um FME
Vegna ummæla formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands um stjórn Fjármálaeftirlitsins, í bréfi sínu til forsætisráðherra 8. febrúar 2009, vill viðskiptaráðuneytið taka eftirfarandi fram:
Staðgengill forstjóra Fjármálaeftirlitsins tók við daglegri stjórn eftirlitsins eftir að gengið hafði verði frá starfslokum við fyrrverandi forstjóra þess. Því varð dagleg starfsemi eftirlitsins ekki fyrir skaða vegna starfslokanna.
Þá er rétt að taka fram að viðskiptaráðherra skipaði nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins þann 5. febrúar sl. Samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu urðu ekki tafir á afgreiðslu mála vegna þessa.
Viðskiptaráðuneytinu, 9. febrúar 2009