Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Framboð vinnuafls árið 2009

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 5. febrúar 2009 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Fjármálaráðuneytið hefur áætlað framboð vinnuafls árið 2009 eftir landshlutum, kyni og mánuðum.

Til vinnuafls teljast allir einstaklingar á starfsaldri sem taka þátt á vinnumarkaði annað hvort í starfi eða atvinnulausir í starfsleit.

Í þessari áætlun er reynt að meta framboð vinnuafls í ársverkum en það er einn einstaklingur í fullu starfi í eitt ár. Einstaklingur í hlutastarfi eða sem starfar hluta úr ári telst hluti af ársverki. Vinnumálastofnun notar tölur ráðuneytisins til að reikna atvinnuleysishlutfall fyrir einstaka landshluta eftir kyni í hverjum mánuði.

Stofnunin reiknar atvinnuleysið á sama hátt, með því að taka tillit til þess hversu marga daga mánaðarins hver og einn er án atvinnu og minnkaðs starfshlutfalls þar sem það á við. Þess vegna gefur tala atvinnulausra sem birt er á vefsíðu Vinnumálastofnunar ekki rétta mynd af atvinnuleysisstiginu eins og það er reiknað í mánaðarlegum skýrslum. Til dæmis er næstum því fimmti hver einstaklingur sem skráður er atvinnulaus á vefsíðu Vinnumálastofnunar í raun í vinnu en með skert starfshlutfall.

Ráðuneytið áætlar að framboð vinnuafls aukist um 0,9% frá fyrra ári og verði að meðaltali um 167.800 ársverk árið 2009. Þar af er áætlað að það dragist saman hjá körlum, aðallega vegna brottflutnings erlendra verkamanna, en að aukist hjá konum, vegna vaxandi atvinnuþátttöku þeirra og aðflutnings.

Áætlað er að framboð vinnuafls muni aukast á höfuðborgarsvæðinu en minnka á landsbyggðinni, einkum á Austurlandi nú þegar stóriðjuframkvæmdum er að fullu lokið. Reiknað er með töluverðri aukningu á framboði vinnuafls á Suðurnesjum frá því í fyrra. Framboð vinnuafls er minnst í janúar en mest í júní og desember. Áætlun ráðuneytisins um framboð vinnuafls er óvissu háð eins og flest annað. Því verður henni breytt á árinu ef tilefni gefst til.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta