Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2009 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra í viðtali hjá Sir David Frost

Efnahagsmál, evrópumál og fiskveiðar voru á meðal þess sem bar á góma í viðtali sem Sir David Frost átti við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á föstudag. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga undanfarnar vikur og er sjónvarpsstöðin Al Jazeera þar ekki undanskilin en Fros, sem er einn þekktasti sjónvarpsmaður heims, er með vikulega þætti á stöðinni.

Í viðtalinu lagði utanríkisráðherra áherslu á að hann teldi aðild að Evrópusambandinu rétta leið til að vinna bug á efnahagsvandanum og sagðist þeirrar skoðunar að hefði Ísland gengið í ESB fyrir nokkrum árum, hefðu áhrif efnahagskreppunnar ekki orðið jafn þungbær og raunin varð. Ekki væri hægt að útiloka að aðild Íslands að EES-samningum hefði veitt Íslendingum falskt öryggi.

Aðspurður hvort Ísland væri enn best land í heimi til að búa, í, sagðist Össur telja að svo yrði að nýju innan fáeinna ára og lagði áherslu á að náttúruauðlindir Íslendinga, fiskur og orka, lékju þar lykilhlutverk.

Gert er ráð fyrir að 110 milljónir manna í 80 löndum horfi að jafnaði á þáttinn., sem sjá má á: http://www.youtube.com/watch?v=J-vmHdqQJoQ



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta