Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2009 Dómsmálaráðuneytið

979 veittur ríkisborgararéttur árið 2008

Vetrarmynd
Vetur.

Alls fengu 979 einstaklingar íslenskt ríkisfang á árinu 2008, þar af voru 874 sem veittur var ríkisborgararéttur á grundvelli 7. gr. (áður 5. gr. a) í lögum nr. 100/1952 um íslenskan ríkisborgararétt og 31 sem Alþingi veitti ríkisborgararétt samkvæmt 6. gr. sömu laga. Þá fengu 74 ríkisborgararétt samkvæmt öðrum greinum laganna.

Flestir þeirra sem fengu íslenskt ríkisfang skv. 6. og 7. gr. á síðasta ári voru pólskir ríkisborgarar, eða 166 talsins, 125 komu frá Filippseyjum og 106 frá Serbíu. Frá Taílandi kom 61 og 55 frá Víetnam. 37 Rússar fengu íslenskan ríkisborgararétt á árinu. Flestir hinna nýju ríkisborgara eru á aldrinum 30- 39 ára eða 287. Börn undir tíu ára aldri voru 160.

Sjá nánari í nýju vefriti ráðuneytisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum