Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2009 Utanríkisráðuneytið

Háskóli Íslands og utanríkisráðuneytið undirrita samstarfssamning

undirskrift_UTNogAMSÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu í dag samstarfssamning á sviði fræðslu og rannsóknarstarfa í alþjóðamálum við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Tilgangurinn er að styrkja samstarf og samvinnu, efla umræðu og þekkingarmyndun á sviði alþjóðamála á Íslandi og auka rannsóknarvinnu á þeim vettvangi. Enn fremur felst í samningnum skuldbinding ráðuneytisins til að ráða tvo starfsnema úr meistaranámi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands í þrjá mánuði yfir sumartímann. Að auki skuldbindur Alþjóðamálastofnun sig til að bjóða upp á málfundi og ráðstefnur í samstarfi við ráðuneytið.

Styrkurinn sem er tvær milljónir króna er að hluta til eyrnamerktur fundaröð Alþjóðamálastofnunar Framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna sem er samstarfsverkefni stofnunarinnar, ráðuneytisins og allra háskóla landsins.

Við undirritunina í dag ítrekaði utanríkisráðherra mikilvægi þessa samstarfs og nefndi sérstaklega hversu miklu máli það skiptir að efla umræðu um alþjóðamál hérlendis. Rektor þakkaði ráðherranum fyrir stuðninginn og sagði samninginn afskaplega mikilvægan fyrir Alþjóðamálastofnun og háskólann allan.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta