Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2009 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórn samþykkir tillögu um framkvæmdanefnd efnahagsstefnunnar

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun, 13. febrúar, tillögu forsætisráðherra um að sett verði á laggirnar framkvæmdanefnd um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Í henni eiga sæti forsætisráðherra og fjármálaráðherra en með nefndinni starfar verkefnisstjóri sem ætlað er að tryggja framgang og samhæfingu þeirra verka sem ákveðin verða af hálfu ríkisstjórnar. Guðmundur Árnason, skipaður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu sinnir nú starfi verkefnisstjóra.

Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundinum breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt og jafnframt frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðför, nauðungarsölu og gjaldþrot, en þessi mál voru á verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar og er ætlað að bæta stöðu skuldara.

Fjármálaráðherra lagði fram tvö mál í ríkisstjórn í morgun. Þar var m.a. um að ræða lagabreytingar til að styrkja skattaframkvæmd og vinna gegn skattundanskoti og enn fremur frumvarp til laga um afnám laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Frumvarpið verður í kjölfarið kynnt í þingflokkum stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins .

Nánar verður greint frá efnisatriðum ofangreindra frumvarpa þegar þau hafa hlotið samþykki þingflokka stjórnarflokkanna.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta