Sendiherrar koma á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna hvalveiða
Á fund Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra komu í dag sendiherrar Bandaríkjanna, Finnlands, Bretlands, Þýskalands, Svíþjóðar, Frakklands og Hollands og afhentu honun bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna áforma um veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefnum hér við land á þessu ári. Á fundinum fóru fram gagnlegar og vinsamlegar viðræður milli sendiherranna og ráðherra.