Tillögur um verkefnastofn um flugöryggi til umsagnar
Verkefnastofn er röð afmarkaðra innbyrðis tengdra verkefna, sett fram með heildstæðum hætti, með það sameiginlega markmið að auka öryggi í flugsamgöngum. Ráðgert er að verkefnastofnin, eða valdar tillögur, nýtist við gerð samgönguáætlunar eins og öryggisáætlanir vegna umferðar og siglinga. Um er að ræða alls sextíu og sjö verkefni sem stýrihópurinn lagði fram í fimm hlutum:
1. Viðvarandi innleiðing alþjóðlegra staðla, krafna og löggjafar EB á sviði flugmála.
2. Viðvarandi innleiðing bestu starfshátta ("best practices")
3. Viðvarandi eftirlit með öryggi
4. Virk rannsókn atvika og slysa
5. Efling flugöryggis - sérstök rannsóknarverkefni og miðlun upplýsinga um flugöryggismál.
Ráðuneytið óskar eftir að fá umsagni í síðasta lagi fyrir 1. mars næstkomandi á netfangið [email protected].
- Tillaga stýrihóps: Verkefnastofn um flugöryggi – flugöryggisáætlun 2009-2012 (PDF)