Fyrsti þjónustusamningur Keflavíkurflugvallar ohf. og samgönguráðuneytis
Kristján L. Möller samgönguráðherra og Björn Óli Hauksson, forstjóri Keflavíkurflugvallar ohf., skrifuðu undir samninginn sem gildir fyrir árið 2009. Er þetta fyrsti þjónustusamningur fyrirtækisins sem tók við rekstri flugvallarins í byrjun ársins.
Samkvæmt samningnum er framlögunum ætlað að standa undir ákveðnum þáttum í starfsemi flugvallarins. Auk þessa framlags úr ríkissjóði renna ýmis gjöld sem innheimt eru af notendum vallarins og þjónustufyrirtækjum í flugstöðinni til Keflavíkurflugvallar ohf. svo sem innritunargjald, öryggisgjald og fleiri.