Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Formenn stjórnmálaflokkanna hvattir til að tryggja jafnræði kynjanna fyrir komandi alþingiskosningar

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, sendi í byrjun vikunnar bréf til formanna stjórnmálaflokkana og beindi þeim tilmælum til þeirra að þeir leituðu leiða til að tryggja jafnræði kynjanna við uppröðun á framboðslistum fyrir komandi alþingiskosningar þannig að hlutur kvenna og karla verði sem jafnastur á Alþingi.

Félags- og tryggingamálaráðherra sem jafnframt er ráðherra jafnréttismála leggur ríka áherslu á það hlutverk flokkanna að tryggja konum og körlum jafna hlutdeild í lýðræðislega kjörnum stofnunum samfélagsins.

Búast má við að efnahagsástandið letji konur fremur en karla til að gefa kost á sér á framboðslista þar sem rannsóknir sýna að þær bera meiri fjölskylduábyrgð en karlar. Versnandi efnahagur heimilanna getur því orðið til þess að færri konur gefi kost á sér en áður.

Í bréfinu kemur meðal annars fram að í alþingiskosningunum árið 2003 voru konur 43% frambjóðenda en hlutur þeirra á þingi varð einungis 30,2%. Í alþingiskosningunum árið 2007 voru þær 47% frambjóðenda, en urðu 31,7% þingmanna. Líkur hvers kvenframbjóðanda á að ná sæti á Alþingi höfðu þá minnkað frá því sem verið hafði fjórum árum áður. Hlutur kvenna varð mestur eftir kosningarnar 1999 fyrir réttum tíu árum eða 34,9%. Í ljósi þessa er mikilvægt að raða konum í örugg sæti á framboðslistum til jafns við karla.

Skjal fyrir Acrobat ReaderBréf félags- og tryggingamálaráðherra til formanna stjórnmálaflokkanna (PDF, 485KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta