Rætt um íslensk byggðamál á krossgötum
Að ráðstefnunni standa Samband íslenskra sveitarfélaga, iðnaðarráðuneyti, samgönguráðuneyti, fjármálaráðuneyti, Byggðastofnun og landshlutasamtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Tilefni hennar er samþykkt landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurskoðun á byggðastefnu sambandsins og þátttaka landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í „Opnum dögum“ Héraðanefndar ESB og Norðurslóðaframlagi þar. Á ráðstefnunni verða evrópsk byggðamál í brennidepli með sérstakri áherslu á stöðu Norður-Evrópu. Stjórnskipulag og skilvirkni byggðaaðgerða bæði hér á landi og í nágrannalöndunum verða einnig til umfjöllunar.
Skráning fer fram á www.samband.is í síðasta lagi 18. febrúar. Rútuferð verður skipulögð frá Borgartúni 30 í Reykjavík á ráðstefnustað og tilbaka að ráðstefnunni lokinni.
Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir:
09:30-10:00 Skráning.
10:00-10:15 Setning Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
10:15-10:30 Ávarp. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra.
10:30-11:00 Byggðastefna ESB með áherslu á N-Evrópu. Nicola de Michelis, deildarstjóri byggðaskrifstofu Framkvæmdastjórnar ESB.
11:00-11:30 Staða og framtíðarhorfur Norðurslóða – „Foresight on the future of the Northern sparsely populated areas /Northern Periphery in 2020“. Erik Gløersen, fræðimaður hjá Nordregio (Nordic Centre for Spatial Development).
11:30-11:45 Tækifæri og lærdómur í evrópskum byggðamálum fyrir Ísland. Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, sem vann á síðasta ári greinargerð fyrir SSV um möguleika og tækifæri Vesturlands til þátttöku í svæðasamstarfi Evrópu.
11:45-12:15 Fyrirspurnir og umræður.
12:15-13:00 Matarhlé.
13:00-13:30 Hvernig er staðið að mótun og framkvæmd byggðastefnu í nágrannalöndum Íslands. Erik Gløersen.
13:30-14:00 Samhæfing byggðastefnu og byggðaáætlanagerðar við aðra opinbera áætlanagerð. Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsfræðingur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík.
14:00-14:40 Sjónarmið ríkis og sveitarfélaga varðandi aukið samstarf og samhæfingu við mótun og framkvæmd byggðastefnu. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, og Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.
14:40-15:00 Kaffihlé.
15:00-16:00 Panelumræður undir stjórn Finnboga Rögnvaldssonar sveitarstjórnarmanns í Borgarbyggð með þátttöku Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra sveitarfélagsins Hornafjarðar, Aðalsteins Óskarssonar framkvæmdastjóra FSV, Önnu M. Guðjónsdóttur forstöðumanns Brusselskrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Sædísar Ívu Elíasdóttur framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.