Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skipuð formaður vinnuhóps um mat á áhrifum efnahagsástandsins á stöðu kynjanna
Félags- og tryggingamálaráðherra, Ásta R. Jóhannesdóttir, hefur skipað Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur formann sjö manna vinnuhóps sem starfa mun í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 10. þessa mánaðar og falið er að meta sérstaklega áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna.
Vinnuhópurinn mun meðal annars safna upplýsingum um áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna, meta áætlanir ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka um viðbrögð við efnahagsástandinu og áhrif þeirra á stöðu kynjanna sem og afla upplýsinga um þessi efni út frá reynslu annarra þjóða sem lent hafa í efnahagsþrengingum. Einnig mun hópurinn vera stjórnvöldum til ráðgjafar um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við skipulagningu aðgerða og áætlana um viðbrögð við afleiðingum efnahagsástandsins.
Áætlað er að ráðherra verði afhent áfangaskýrsla vinnuhópsins um miðjan marsmánuð næstkomandi.
Í vinnuhópinn eru skipuð:
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra, formaður,
-
Kolbeinn Stefánsson, skipaður af félags- og tryggingamálaráðherra,
-
Sigurður Guðmundsson, tiln. af fjármálaráðuneyti,
-
Helga Jóhannesdóttir, tiln. af fjármálaráðuneyti,
-
Gunnar Alexander Ólafsson, tiln. af heilbrigðisráðuneyti,
- Tryggvi Hallgrímsson, tiln. af Jafnréttisstofu,
- Hildur Jónsdóttir, tiln. af Jafnréttisráði.
Frétt félags- og tryggingamálaráðuneytis um áhrif efnahagsþrenginga á stöðu kynjanna