Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tillögur um aðstoð við þá sem eiga við erfiðleika að stríða vegna efnahagsástandsins

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, hefur óskað eftir því við yfirmenn menningar- og menntastofnana og sérsambanda í íþróttum að þeir skilgreini hlutverk sinna stofnana/listgreina/félaga í uppbyggingu Íslands sem fram undan er.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, hefur óskað eftir því við yfirmenn menningar- og menntastofnana og sérsambanda í íþróttum að þeir skilgreini hlutverk sinna stofnana/listgreina/félaga í uppbyggingu Íslands sem fram undan er. Einnig hefur menntamálaráðherra óskað eftir því að menningar- og menntastofnanir og íþróttasambönd komi með tillögur sem miða sérstaklega að því að aðstoða þá sem eiga við erfiðleika að stríða vegna efnahagsástandsins, til dæmis atvinnuleysi og áhyggjur. Þannig sé hægt að þétta öryggisnet samfélagsins og til dæmis vinna gegn félagslegri einangrun.


Menntamálaráðherra telur ljóst að þau svið sem menntamálaráðuneytið nær yfir muni leika stórt hlutverk í þeirri uppbyggingu sem er fyrir höndum. Mikilvægt sé að allir taki þátt í þeirri uppbyggingu með þeim ráðum sem þeir búa yfir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta