Frumvörp til að bæta stöðu fólks sem á í miklum greiðsluvanda
Í samræmi við verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar hefur Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra lagt fram frumvarp um greiðsluaðlögun og frumvarp um breytingu á lögum um aðför, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti. Markmið þessara frumvarpa er bæta stöðu þess fólks sem á í miklum greiðsluvanda og tryggja þessum hópi virkari úrræði til að endurskipuleggja fjármál sín með varanlegum hætti.
Sjá frumvörpin á vef Alþingis hér að neðan:
- Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um aðför, nr. 90/1989, lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991, og lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991.
- Frumvarp til laga um breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21 26. mars 1991 (greiðsluaðlögun).