Unnið að bindandi samkomulagi um kvikasilfur
Stórt skref var stigið í átt að alþjóðlegum samningi um kvikasilfur á árlegum ráðherrafundi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem haldinn var í Nairobi í Kenía í liðinni viku. Samkomulag náðist um að hefja samningaviðræður um bindandi samkomulagi árið 2013.
Norðurlöndin hafa lengi unnið að því að komið yrði á alþjóðlegu samkomulagi sem fæli í sér takmörkun á nýtingu á kvikasilfri. Norræna ráðherranefndin hefur meðal annars staðið fyrir upplýsingaherferðum til að hafa áhrif á ákvarðanir á fundum umhverfisstofnunarinnar UNEP, og auk þess hefur hún staðið fyrir fjölda funda fyrir háttsetta stjórnendur undanfarin ár.
Frétt á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar.
Frétt á heimasíður Umhverfisstofnunar S.þ.
Viðtal við Achim Steiner, framkvæmdastjóra UNEP, og fleiri um samkomulagið.