Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Unnið að bindandi samkomulagi um kvikasilfur

Ráðherrafundur UNEP 2009
Frá ráðherrafundi UNEP í Kenía.

Stórt skref var stigið í átt að alþjóðlegum samningi um kvikasilfur á árlegum ráðherrafundi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem haldinn var í Nairobi í Kenía í liðinni viku. Samkomulag náðist um að hefja samningaviðræður um bindandi samkomulagi árið 2013.

Norðurlöndin hafa lengi unnið að því að komið yrði á alþjóðlegu samkomulagi sem fæli í sér takmörkun á nýtingu á kvikasilfri. Norræna ráðherranefndin hefur meðal annars staðið fyrir upplýsingaherferðum til að hafa áhrif á ákvarðanir á fundum umhverfisstofnunarinnar UNEP, og auk þess hefur hún staðið fyrir fjölda funda fyrir háttsetta stjórnendur undanfarin ár.

Frétt á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar.

Frétt á heimasíður Umhverfisstofnunar S.þ.

Heimasíða fundarins.

Viðtal við Achim Steiner, framkvæmdastjóra UNEP, og fleiri um samkomulagið.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta