Umsækjendur um embætti saksóknara við ríkissaksóknaraembættið
Fimm umsóknir bárust um embætti saksóknara við ríkissaksóknaraembættið, en umsóknarfrestur rann út 18. febrúar síðastliðinn. Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. mars 2009 til fimm ára.
Umsækjendur eru:
Björn Þorvaldsson, aðstoðarsaksóknari og staðgengill saksóknara efnahagsbrota
Daði Kristjánsson, settur saksóknari
Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur saksóknari
Ragnheiður Jónsdóttir, lögmaður
Sigurður Gísli Gíslason, lögmaður við embætti ríkislögmanns.