Ráðherra heimsótti Landhelgisgæslu Íslands
Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra heimsótti Landhelgisgæslu Íslands í dag, mánudaginn 2. mars 2009, ásamt starfsfólki úr ráðuneytinu.
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Rögnu ásamt þeim Svanhildi Sverrisdóttur starfsmannastjóra og Sólmundi Má Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Rædd voru ýmis málefni er snerta starfsemi stofnunarinnar vegna breytts efnahagsástands en Landhelgisgæsla Íslands hefur að undanförnu, líkt og margar ríkisstofnanir, þurft að grípa til ýmissa samdráttaraðgerða vegna fjárhagsstöðu stofnunarinnar.