Hoppa yfir valmynd
4. mars 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntatorg - Upplýsingar um nám og ráðgjöf fyrir atvinnulausa

Föstudaginn 6. mars verður opið hús í Skeifunni 8 frá kl. 14-18 en þar munu ýmsir fræðsluaðilar kynna nám og ýmis úrræði fyrir atvinnulausa einstaklinga.
Menntatorg
menntatorg

Föstudaginn 6. mars verður opið hús í Skeifunni 8 frá kl. 14-18 en þar munu ýmsir fræðsluaðilar kynna nám og ýmis úrræði fyrir atvinnulausa einstaklinga.

  • Þessi viðburður, sem hefur fengið nafnið Menntatorg, fer nú fram í fyrsta skipti en breyttar aðstæður í íslensku efnahagslífi hafa orðið til þess að atvinnuleysi hefur aukist gríðarlega á síðustu mánuðum.
  • Atvinnuleysi hefur aukist einna mest hjá þeim sem hafa stutta skólagöngu og á Menntatorginu munu fjölmargir fræðsluaðilar kynna hversu fjölbreytt úrræði standa þessum hópi til boða.
  • Boðið verður upp fjölbreytta dagskrá eins og t.d. örnámskeið, kynningar á námi og ýmsum möguleikum, viðtöl hjá náms- og starfsráðgjöfum og fleira.

Nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast á www.menntatorg.is

Að Menntatorginu stendur samstarfshópur um menntunarúrræði vegna efnahagsástandsins.

 

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) átti sl. haust frumkvæði að stofnun hópsins og hóf hann formlega störf 28. október sl.


Í hópnum sitja tveir fulltrúar menntamálaráðuneytisins auk fulltrúa ASÍ, SA, BSRB, SVÞ, SI, Iðunnar og Vinnumálastofnunar.

 

Hópurinn hefur haldið 12 fundi síðan í haust. Hlutverk hópsins er að vakta breytingar á vinnumarkaði og meta það sem hægt er að gera til að bregðast við þróuninni. Þá athugar hann jafnframt hvar og hvernig megi beita þeim úrræðum sem þegar eru tiltæk, gerir tillögur um úrræði fyrir einstaka hópa og breytingar á forgangsröðun í þeim málefnum sem til góða geta komið.





Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta