Hoppa yfir valmynd
4. mars 2009 Matvælaráðuneytið

Ráðstöfun túnfiskkvóta Íslands árið 2009

Með auglýsingu þann 7. janúar sl. var íslenskum útgerðum gefinn kostur á að sækja um leyfi til túnfiskveiða á árinu 2009. Samkvæmt samþykktum stjórnunarráðstöfunum Atlantshafs túnfiskveiðiráðsins (ICCAT) koma í hlut Íslands aflaheimildir fyrir árið 2009 sem nema 49,72 tonnum af bláuggatúnfiski.

Ein umsókn barst ráðuneytinu.  Er þar sótt um leyfi til túnfiskveiða í Miðjarðarhafinu í  samvinnu við erlend veiðiskip. Ákvörðun hefur verið tekin um að heimila ekki íslenskum skipum samvinnuveiðar (e. joint fishing) á árinu 2009 og hefur umsókninni því verið hafnað.

 

Það er niðurstaða ráðuneytisins, til samræmis við gildandi reglur ICCAT, að veiðiheimildir Íslands fyrir árið 2009 úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks verða geymdar og fluttar óskertar til ársins 2011.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta