Hoppa yfir valmynd
5. mars 2009 Dómsmálaráðuneytið

Íslenskum ríkisborgurum sem hafa verið búsettir erlendis í meira en átta ár gert kleift að kjósa

Breyting á lögum um kosningar til Alþingis sem tók gildi í dag gerir íslenskum ríkisborgurum, sem hafa verið búsettir erlendis í meira en átta ár og höfðu ekki sótt um að verða teknir á kjörskrá fyrir 1. desember sl., kleift að kjósa í alþingiskosningunum 25. apríl nk. Sæki þeir um til Þjóðskrár í síðasta lagi 25. mars nk. geta þeir kosið í kosningunum í vor ef umsókn þeirra reynist fullnægjandi. Ef umsókn berst Þjóðskrá eftir að fresturinn rennur út verður viðkomandi ekki tekinn á kjörskrá í vor.

Þeir sem sendu umsókn til Þjóðskrár eftir 1. desember sl. og fram til dagsins í dag þurfa ekki að sækja sérstaklega um aftur. Þeir verða nú teknir á kjörskrá samkvæmt lagabreytingunni og mun Þjóðskrá tilkynna viðkomandi það sérstaklega. Umsóknareyðublöð er að finna á vef Þjóðskrár á slóðinni www.thjodskra.is/eydublod/kjorskra.

Sjá lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 og nýju breytinguna á lögunum nr. 7/2009.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta