Frumvarp til laga um breytingar á hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum.
Viðskiptaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, og lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994. Snerta tillögurnar eignarhald, kynjahlutföll í stjórnum og meðal starfsfólks og framkvæmdastjóra og starfandi stjórnarformenn. Markmið með frumvarpinu er að meira gagnsæi ríki um eignarhald og atkvæðisrétt í hlutafélögum, kynjahlutföll í stjórnum og starfsfólks verði sem jöfnust og að stjórnarformönnum verði ekki unnt að starfa fyrir félagið.
Sjá stöðu frumvarps til laga um breytingar á hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum.