Heimildir Fjármálaeftirlitsins til að lækka eða fella niður stjórnvaldssektir og falla frá kæru til lögreglu.
Þann 3. mars 2009 mælti viðskiptaráðherra fyrir frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn. Í frumvarpinu er lagt til að Fjármálaeftirlitið fái til að fella niður eða lækka stjórnvaldssektir og falla frá kæru til lögreglu ef fyrirtæki eða einstaklingur kemur sjálfviljugur fram með upplýsingar eða gögn sem leitt geta til rannsóknar eða sönnunar á broti eða eru mikilvæg viðbót við þau sönnunargögn sem eftirlitið hefur þegar í fórum sínum. Markmið með frumvarpinu er að stuðla að því að brot á sviði fjármálamarkaðar verði upplýst.