Nr. 8/2009 - Hrefnuveiðileyfi auglýst
Með staðfestingu ofangreindrar reglugerðar er ráðherra að fara að tilmælum umboðsmanns Alþingis, þar sem hann óskaði eftir því að auglýstar yrðu fyrirhugaðar leyfisveitingar og skilyrði fyrir þeim þannig að tryggt yrði jafnræði milli borgaranna og stuðlað að gegnsærri stjónsýslu. Það sé í betra samræmi við sjónarmið um jafnræði og vandaða stjórnsýluhætti að stjórnvöld auglýsi opinberlega að til standi að úthluta takmörkuðum gæðum.
Þá er kveðið á um veiðiaðferðir og veiðibúnað sem skip sem ætluð eru til hrefnuveiða skulu vera búin.
Til frekari upplýsinga er bent á auglýsingu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisns um veitingu leyfa til hrefnuveiða árið 2009 á heimasíðu ráðuneytisins og reglugerð nr. 263/2009 um breytingu á reglugerð nr. 163, 30. maí 1973, um hvalveiðar, með síðari breytingum.