Hoppa yfir valmynd
11. mars 2009 Matvælaráðuneytið

Breyting á reglugerð nr. 196/2009, um hrognkelsaveiðar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út breytingarreglugerð á nýsettri reglugerð um hrognkelsaveiðar. Veigamestu breytingarnar felast í því að veiðileyfin eru nú gefin út til samfelldra 55 veiðidaga í stað 50 daga áður. Þá er veiðitímabilið stytt um 15 daga á öllu landinu, við lok hvers tímabils, að innanverðum Breiðafirði undanskildum en þar er veiðitímabilið stytt um 5 daga. Er þessi breyting gerð til stuðla að frekar að því að grásleppa sé ekki veidd að lokinni hrygningu og er því liður í bættri umgengni við auðlindina. Þá hefur ráðuneytið beint þeim tilmælum til Fiskistofu að fylgst verði með meðafla báta á grásleppuveiðum og þá sérstaklega ef vart verður mikils misræmis milli báta á sama veiðisvæði og þá hvort það eigi sér eðlilegar skýringar.

Sjá reglugerð um hrognkelsaveiðar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta